1

Meiriháttar tímamót. Búin að ákveða að skrifa dagbók. Ekki svona venjulega bleika með rauðu hjarta, lás og lykli, vandlega falinni innst í neðstu náttborðsskúffunni undir ógrynni torkennilegra hluta sem safnast hafa saman í gegnum tíðina vegna tilfinningalegs gildis síns og einskis annars. Nei, dagbókin mín skal vera opin og í hana ætla ég að skrifa nokkrar línur hvern dag í 365 daga. Ég nefnilega átti afmæli í gær og langar fylgjast með sjálfri mér svona pínulítið utanfrá í eitt ár eða svo. Svona einskonar eigindleg sjálfskönnun...

Er ein heima núna, hlusta á gamla nostalgíu tónlist. Skrítin tilfinning að vera ein, húsið svo hljótt að tónlistin næstum því bergmálar þó hún sé stillt mjög lágt. Sit í sófanum með myndaalbúmin mín. Hugurinn flýtur um með tónunum og ég brosi með minningunum sem brjótast upp á yfirborðið. Vantar svolítið einhvern úr gamla genginu til að deila þeim með, segja: "mannstu..." en samt einhvernvegin ekki. Fæ ekki oft tækifæri til að vera "svona" ein, en upplifi mig oft eina þó að ég sé innan um fólk. 

Undarlegt þetta ljúfa líf...

 

 

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð hugmynd hjá þér þetta með dagbókina. Bloggsamfélagið virðist mér í fljótu bragði nokkuð ljúft, einkum hjá venjulegu fólki eins og okkur. Það ríkir ákveðin samkennd hjá mörgum bloggvinahópum sem lýsir sér í uppörvandi kveðjum og fallegu umtali.

Ég er líka splunkuný á blogginu hér en hef bloggað í "útlöndum" og þar þótti það sjálfsögð kurteisi að bjóða nýja bloggara velkomna. Geri það hér með, vertu velkomin!

Falleg hugvekja hjá þér. Kv. Þóra 

Þóra (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 13:22

2 identicon

Takk Þóra fyrir falleg orð og takk fyrir að bjóða mig velkomna :o)

Já, mér hefur alltaf fundist bloggið svolítið heillandi miðill og hægt að "nota" í svo margvíslegum tilgangi. Hef bara ekki haft þor til að byrja fyrr en núna :o) Ég er reyndar svolítið tvístígandi yfir því hvort ég eigi að opinbera mig frekar, þ.e. segja til nafns eða ekki, en ætla að halda nafnleynd amk. aðeins áfram...

Kveðja, Mamma Mía

Mamma Mia (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband